Norðanátt tilkynnir: Fjárfestahátíð á Siglufirði 2024

Norðanátt opnar fyrir umsóknir í fjárfestahátíðina á Siglufirði 2024

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. Mars 2024 og leitar Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. 

Norðanátt býður til opins kynningarfundar um Fjárfestahátíð Norðanáttar, fimmtudaginn 14. desember næstkomandi kl 11:00 – Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 – Opinn kynningarfundur | Facebook

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. 

Hverjir geta sótt um?  

Allir sem telja verkefni sín falla undir orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir, er frjálst að senda inn umsókn.Þjálfun og þátttaka á hátíðinni er frumkvöðlum að kostnaðarlausu, en gerð er krafa um að teymin komi sér sjálf til Siglufjarðar.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við verkefnastjóra Norðanáttar á netfangið kolfinna@eimur.is

Sótt er um á hér: Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði — Norðanátt (nordanatt.is)

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2024.


Allar fréttir

#