Kolefnisgreining Austurlands

 

Eygló semur við Environice (UMÍS) til að greina kolefnisfótspor Austurlands.

 

                                           

Eitt af megin markmiðum Eyglóar er að skoða og greina hvar hægt er að minnka kolefnisspor Austurlands. Lykilatriðið til að tækla þessa áskorun er að efla til samstarfs við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Til þess þarf fyrst að vita núverandi kolefnisspor landshlutans svo koma megi auga á hvar helst draga megi úr losun.  

Eygló hefur því fengið Umhverfisráðgjöf Íslands, eða Environice, með sér til liðs til að vinna greiningu á kolefnisspori Austurlands. Environice er ráðgjafafyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar og hefur töluverða reynslu af gerð slíkra greininga. Fyrirtækið hefur meðal annars greint kolefnisspor Suðurlands, Vesturlands, Norðurlands vestra og höfuðborgarsvæðisins og vinnur jafnframt að greiningu á kolefnisspori Norðurlands eystra. Gert er ráð fyrir að greiningunni ljúki í maí á næsta ári og í kjölfarið yrði skýrsla um kolefnisspor Austurlands kynnt.  

 

 

Sjá nánar um Environice hér: UMÍS ehf. (environice.is)


Allar fréttir

#