Orkuskipti - Orkunýtni - Hringrás

Björt og kraftmikil framtíð

Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi.

Heitið Eygló vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar.

Nánar

Eygló stuðlar að nýsköpun sem hraðar orkuskiptum, bætir orkunýtni og styrkir hringrásarhagkerfið.

Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til að ná þessu yfirmarkmiði, verða sett á fót eftirfarandi verkefni sem stuðla að framförum í orkuskiptum, orkunýtni og hringrás.

Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis í Fljótsdalsstöð milli Landsvirkjunar, umhverfis-, orku- og loftslags­ráðuneytisins, Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi; Múlaþings, Fjarða­byggðar, Fljótdalshrepps og Vopna-fjarðarhrepps þann 3. febrúar 2023.

 

 • Orkuskipti

  Eygló ætlar að beita sér fyrir minni notkun jarðefnaeldsneytis á Austurlandi í sjávarútvegi, samgöngum og iðnaði

 • Orkunýtni

  Eygló mun draga út orkunotkun á Austurlandi með því að stuðla að uppbyggingu fjarvarmaveitna, t.d. með varmadælum, og aukinni nýtingu á glatvarma.

 • Hringrás

  Eygló mun stuðla að endurnýtingu úrgangsstrauma og minnka þannig magn til urðunar frá Austurlandi.

   

   

Teymið

Dominika Anna Janus

Verkefnastjóri

Eva Mjöll Júlíusdóttir

Framkvæmdastjóri

Guðmundur Helgi Sigfússon

Verkefnastjóri/Ráðgjafi/Verktaki

Byggingartæknifræðingur BSc

mummi@eygloeast.is

Stjórnarmenn

Kjartan Ingvarsson

Umhverfis, -orku og -loftslagsráðuneytið

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Austurbrú

Ríkarður S. Ríkarðsson

Landsvirkjun

Samstarfsaðilar