Eygló tekur þátt í klasaráðstefnu
21.11.2023Dagana 7 – 9. Nóvember var haldin 26. klasaráðstefna TCI-Network í Reykjavík. Þar hittast helstu sérfræðingar heims og taka fyrir ákveðin málefni. Að þessu sinni var fjallað um klasa, hvert hlutverk þeirra er, samstarf, þróun, útvíkkun og umbreytingu til næstu 10 ára.
Skipulag ráðstefnunnar var í höndum Íslenska Ferðaklasans en bæði Sjavarklasinn og Orkuklasinn komu að henni, fulltrúar þeirra fluttu erindi og deidu reynslu sinni og skoðunum.
Landsvirkjun var einn af bakhjörlum ráðstefnunnar og kynnti m.a. verkefni sem fyrirtækið er aðili að og starfa í öllum landshlutum. Það má líta á þau sem klasaverkefni en þau eru Eimur (Norðurland), Orkidea (Suðurland), Blámi (vestfirðir) og Eygló (Austurland).
Þessi fjögur systur-verkefni kynntu markmið sín, helstu verkefni ásamt þeim árangri sem náðst hefur. Verkefnin eru misgömul, Eimur hóf starfsemi 2016, Orkidea og Blámi bættust síðar við og Eygló hóf starfsemi fyrir örfáum mánuðum. Þessi systur-verkefni beina kröftum sínum að verkefnum sem snúa að loftslagsmálum, hringrásarhagkerfinu, verðmætasköpun, virkjun og betri nýtingu auðlinda og hvetja til hraðari umskiptum yfir í græna orku.
Ráðstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og veitti innsýn í starfsemi hjá stórum og smáum klösum sem standa að fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Rauði þráðurinn er að virkja samstarf og samvinnu til að koma góðum hugmyndum í verk. Hjálpa grasrótinni að blómstra og nýta hugvit og verkþekkingu sem þar er til staðar. Samvinna, traust og tengsl eru mikilvæg til að tryggja framgang verkefna.