Eygló fer á vinnustofu
13.11.2023Vinnustofur samstarfsverkefna Landsvirkjunar.
Snemma í október fóru starfsmenn frá Eygló til Akureyrar á vinnustofu samstarfsverkefna Landsvirkjunar þar sem fundað var með bakhjörlum verkefnisins Landsvirkjun, umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu og Austurbrú og einnig samstarfsverkefni frá öðrum landshlutum; Gleipni (Vesturlandi), Bláma (Vestfjörðum), Eimi (Norðurlandi) og Orkídeu (Suðurlandi).
Á tveimur dögum var m.a. farið yfir skammtíma- og langtímamarkmið hverrar og einnar einingar og sameiginleg verkefni á næstu misserum greind.
Megin markmið vinnustofunnar var að sjá hvar tækifæri og hugmyndir liggja hjá hverju verkefni og hvort hægt væri að samnýta styrkleika verkefnanna. Verkefnin sem tóku þátt, hvert með sína einstöku nálgun, eiga það sameiginlega markmið að hefja nýtt tímabil umhverfisvitundar og grænna orkulausna á Íslandi. Eitt af meginþemum vinnustofunnar var að auðvelda samstarf milli verkefna til að efla loftslags- og orkutengda viðleitni á Íslandi. Þátttakendur könnuðu nýstárlegar aðferðir til að leiða saman erlenda og innlenda fjármögnun til rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum.
Eygló þakkar kærlega fyrir vel heppnaða vinnustofu og sérstakar þakkir fær Landsvirkjunar fyrir að hýsa vinnustofunar og skipuleggja þessa samkomu.
Mynd, efri röð f.v: Húbert (Eygló), Þorsteinn (Blámi), Ottó (Eimur), Magnús (Orkídea), Dóra Björk (Landsvirkjun), Kjartan (ráðuneyti), Sveinn (Orkídea), Freyja Björk (Landsvirkjun)
Neðri röð f.v Egill (Landsvirkjun), Stefán (Eygló), Tinna (Blámi), Kolfinna (Eimur), Guðmundur (Eygló), Helga (Orkídea), Karen (Eimur).