Eygló aðili að Festu

Eygló aðili að Festu

 

 

Í vikunni gerðist Eygló aðili að Festu og verður hér með í hóp um 200 fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til þróunar samfélagsins á sjálfbæran hátt. Markmið Festu er að hafa aukin áhrif á umhverfi og samfélag. Auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs. Festa gerir svo með því að halda utan um fjölda viðburða yfir árið sem tengjast sjálfbærni og loftslagsmál í samstarfi við aðildarfélög, hagaðila, stjórnvöld, háskóla og ýmis samtök. Standandi yfir fjölbreyttum námskeiðum, fundum, hvatningar verkefnum og ráðstefnum. Síðustu ár hefur Festa sett loftslagsmál í forgang í verkefnum sínum.

Með aðild að Festu mun Eygló tengja sig enn betur við leiðandi aðila hérlendis á því sviði til að tryggja áframhaldandi lærdóm, reynslu og þekkingu í sinni starfsemi og um leið taka virkari þátt í umræðu um sjálfbærni, orkuskipti og betri nýtingu auðlinda. Festa fylgist með leiðandi straumum og stefnum út í heimi og leitast eftir því að færa íslensku samfélagi viðeigandi þekkingu. Þetta gefur Eygló forskot þar sem Festa mun hjálpa Eygló að komast á framfæri með því að gefa okkur aðgang að sérfræðingum, göngum og tækifærum sem munu skila sér til baka til félagsins.

 

 


Allar fréttir

#