Eygló á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað
16.04.2025Laugardaginn 5. apríl tók Eygló þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað. Fyrir hönd Eygló var það Hrafnkatla Eiríksdóttir sem stóð vaktina og spjallaði við gesti á öllum aldri.
Tæknidagurinn er árlegur viðburður tileinkaður tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi. Verkmenntaskóli Austurlands stendur að deginum og dagskráin er fjölbreytt og sniðin að öllum aldurshópum.
Við þökkum kærlega fyrir góðar samræður og hugmyndaskipti við gesti sem komu við hjá okkur – hver veit nema eitthvað af því verði að veruleika á næstunni!