Gengið frá ráðningu verkefnastjóra hjá Eygló East
20.12.2024Eygló hefur ráðið Hrafnkötlu Eiríksdóttur í stöðu verkefnastjóra og mun hún hefja störf strax á nýju ári.
Staða verkefnastjóra var auglýst laus til umsóknar um miðjan september 2024 og lauk umsóknarfresti þann 30.september.
Alls bárust 13 umsóknir um stöðuna. Niðurstaða ráðningarferilsins var að bjóða Hrafnkötlu starfið.
Hrafnkatla er með mastersgráðu í dýravísindum frá Kaupmannahafnarháskóla, viðbótardiplóma í hnattrænni heilsu frá Háskóla Íslands, BA í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og BSc í náttúru- og umhverfissfræði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Hrafnkatla er fædd og uppalin á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal og er samfélaginu og lífinu á Austurlandi því að góðu kunn. Hún hefur búið víða um land og í Danmörku. Síðastliðið ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá Six Rivers Iceland á Vopnafirði þar sem hún hafði umsjón með öllum verkefnum, áætlanagerðum, skipulagsmálum og umsóknum sem snerta skógræktaráform fyrirtækisins.
Hrafnkatla er spennt að koma að betri nýtingu auðlinda og aukinnar nýsköpunar á Austurlandi og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.
Eva Mjöll Júlíusdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Eyglóar og eru henni þökkuð vel unnin störf.