Eygló leitar að verkefnastjóra
06.10.2023Stjórn Eyglóar leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skilningi og þekkingu á hringrásarhagkerfinu, sérþekking á sviði orkuskipta og nýsköpunar er kostur. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
- Verkefnastjórn og eftirfylgni
- Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
- Umsóknarskrif
- Samskipti og samstarf við hagaðila
- Teymisvinna með öðrum samstarfverkefnum, þ.e. Bláma, Eim og Orkídeu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og færni í að koma frá sér efni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur
- Góð færni í íslensku og ensku