Eygló leitar að framkvæmdastjóra.

Stjórn Eyglóar leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið Eygló til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á nýsköpunarverkefnum á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og loftslagsmála. Starfið felst í umsjón með daglegum rekstri Eyglóar og ábyrgð á öflun nýrra verkefna og verkefnastjórn á alþjóðlegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum rekstri Eyglóar
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Ábyrgð á öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Koma fram fyrir hönd Eyglóar og kynna starfsemi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla og þekking af stjórnun, rekstri og áætlanagerð
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Reynsla innan stjórnsýslunnar er kostur
  • Reynsla af þátttöku í Evrópuverkefnum er kostur
  • Góð tungumálakunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.


Allar fréttir

#